21
0.35%
Nú fer sýningu Önnu Álfheiðar, Andrá línunnar að ljúka. Opið í dag og á morgun fimmtudag frá 12-17. - Hér má myndir af verkum Önnu Álfheiðar Brynjólfsdóttur, af sýningunni Andrá línunnar, sem nú er uppi í Gallery Port. Fyrir verkaskrá má hafa samband í skilaboðum. Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir (f.1977) útskrifaðist með B.A. gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands árið 2009 og M.A. gráðu í listkennslu frá sama skóla árið 2020. Síðastliðin ár hefur Anna verið að vinna með óhlutbundin þrívíð form málverksins í anda strangflatalistar sem hún nálgast á ljóðrænan hátt. Viðfangsefni verka Önnu er að leitast við að skapa samtal milli áhorfandans og verksins í gegnum skynjun hans og upplifun á margþættum myndfletinum þar sem litanotkun, formgerð og endurtekning spila stór hlutverk í samspili við staðsetningar, tíma og rúm.
21
0.35%
Cost:
Manual Stats:
Include in groups:
Products: