349
29.4%
Obligatory langur póstur. Til að gera langa sögu stutta þá náði ég ekki að tryggja mér þáttökurétt á Heimsleikunum í ágúst 🥲7. sætið varð raunin, tveimur sætum frá qualifying spot. Ömurlegt, en svona er þetta. Ég gæti skrifað svona 50.000 orð um allt þetta ferli en ætla að reyna að gera það ekki. Mér leið eins og þungu fargi væri af mér létt þegar ég kláraði seinustu æfinguna og úrslitin hættu að skipta jafn miklu máli. Ég veit að ég lagði mig gjörsamlega allan fram í þetta og þó að ýmislegt hefði mátt fara betur þá finnst mér ég samt afrekað slatta. Ég er hvergi nærri hættur og kem tvíefldur til leiks á næsta ári. Ég ætla því fyrst og fremst að þakka öllu fólkinu sem kom að því að hjálpa mér í einu og öðru þegar kom að undirbúningi. Tók stórt skref og gekk til liðs við Mjölni í byrjun apríl og leið raunverulega eins og ég væri að ganga inn í fjölskyldu sem tók á móti mér með opnum örmum. Það er líka búinn að vera heiður að vera partur af @noccoiceland fjölskyldunni, sem hefur heldur betur stutt við bakið á mér frá upphafi. Þó stendur upp úr sá gífurlegi stuðningur sem ég fékk frá @reynisson . Var með mér every step of the way og hjálpaði mér að plana allt í gegnum undanúrslitin. Sömuleiðis @doridino og @bensibae , en það fer að verða fastur liður hjá mér á Instagram að tagga þessa menn þegar ég pósta mynd. Þið getið líka ekki einu sinni byrjað að ímynda ykkur álagið sem ég lagði á @eydisarnarsd , sem hefur þurft að díla við mig væla og kvarta stanslaust yfir aumum líkama, harðsperrum, kvíða og stressi síðan í ágúst. Klisja og allt það, en hún er minn raunverulegi klettur. Þakklátur alla daga. My @coachcaseyacree, deserves a post of its own, so stay tuned. All in all, stoltur af mér, smá svekktur en mjöög spenntur fyrir framhaldinu. Ég er að fara að vinna þetta fucking mót á komandi árum.
349
29.4%
Cost:
Manual Stats:
Include in groups:
Products: